Reynir Sandgerði fór upp
Reynir Sandgerði tryggði sér í gærkvöld sæti í 3. deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð.
Reynir og Kórdrengir skildu jöfn, 0:0, í síðari leik liðanna í undanúrslitum 4. deildarinnar en Reynismenn höfðu áður unnið 2:0 sigur á heimavelli. Kórdrengir léku manni færri í 45 mínútur eftir að Viktori Unnari Illugasyni var vikið af velli og Kórdrengir klúðruðu vítaspyrnu eftir klukkutímaleik er Rúnar Gissurarson markvörður Reynismanna varði spyrnuna.
Fjölmargir Sandgerðir fylgdu liðinu og voru í kringum 500 manns á leiknum.