Reynir og Víðir úr leik í Visa bikarnum
Reynir úr Sandgerði er úr leik í Visa bikar karla eftir tap gegn HK á Kópavogsvelli í kvöld. Úrslit urði 5-2 fyrir HK eftir fjörugan leik sem þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 2:2.
Sinisa V. Kekic og Sigurður Ingi Vilhjálmsson skoruðu fyrir Reyni. HK-menn skoruðu tvö fyrstu mörkin en Reynismenn náðu að jafna.
Í Garði mættust Víðir og KR og lauk leiknum með sigri gestanna, 2-0. KR-ingar léku einum manni færri stóran hluta leiktímans eftir að markvörður liðsins fékk rauða spjaldið. Varamarkaðurinn Atli Jónsson var settur inn á og Guðmundur Benediktsson tekinn af velli í staðinn.
Síðustu leikirnir í 16 liða úrslitunum fóru fram í kvöld en á miðvikudaginn verður dregið í 8 liða úrslit.
--
VFmynd/Frá leik Víðis og KR í kvöld