Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 7. júní 2004 kl. 10:00

Reynir og Víðir gera bæði jafntefli

Bæði Reynir og Víðir gerðu jafntefli í leikjum sínum í 2. og 3. deildinni um helgina.

Reynir og ÍH skildu jöfn í 3. deildinni, 0-0, á föstudagskvöld og á laugardaginn gerðu Víðismenn jafntefli við Tindastól, 2-2. Tindastóll komst yfir á 10 mín, en Víðir svaraði með tveimur mörkum frá Hannesi Tryggvasyni og Knúti Jónssyni áður en flautað var til hálfleiks. Lengi vel leit ut fyrir að þessar yrðu lyktir leiksins, en Stólarnir fengu víti á lokamínútunum sem þeir nýttu sér og varð jafntefli útkoman.

Eftir leikina er Víðir í fimmta sæti 2. deildarinnar, en Reynir er næst neðst í sínum riðli í 3. deild með 2 stig eftir tvo leiki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024