Reynir og Þróttur fallin
Körfuknattleiksliðin Reynir Sandgerði og Þróttur Vogum eru fallin niður í 2. deild í karlakörfunni en liðunum misfórst að bjarga sér frá falli í síðustu leikjum. Nú síðast í kvöld máttu Reynismenn sætta sig við 122-66 ósigur gegn FSu á Selfossi.
Bæði komu liðin upp úr 2. deild að lokinni síðustu leiktíð en stoppuðu stutt við í 1. deildinni. Þróttur Vogum steinlá gegn Blikum í Kópavogi síðasta föstudag en bæði lið eiga enn eftir einn leik í 1. deild.
Lokaumferðin í deildinni fer fram á föstudag þar sem Þróttur tekur á móti Ármanni kl. 20:00 í Vogum og Reynismenn mæta Valsmönnum á sama tíma í Sandgerði.