Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 12. júlí 2001 kl. 09:39

Reynir og RKV standa sig vel

Reynir mætti Árborg b-riðli 3. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Leiknum lauk með 1-3 sigri Reynis. RKV vann 5-1 sigur á Þrótti í 1. deild kvenna á þriðjudag.
Leikurinn fór fram á Selfossi og stóðu Reynismenn sig mjög vel á útivelli. Magnús Heiðar Magnússon skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var mun líflegri. Smári Guðmundsson skoraði tvö mörk og tryggði Reyni sigur.
Leikur RKV og Þróttar fór fram í Sandgerði á þriðjudag. RKV-stúlkur voru mun betri allan leikinn sem lauk með 5-1 sigri. Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu. Annað markið kom einnig í fyrri hálf leik en þá var að verki Inga Lára Jónsdóttir sem skoraði á 22. mínútu. Staðan í leikhlé var 2-0. Lilja Íris Gunnarsdóttir átti fyrsta mark RKV í síðara hálfleik á 62. mínútu. Á 70. mínútu skoraði Nína Ósk Kristinsdóttir annað mark sitt og stuttu seinna gerði Lilja Íris Gunnarsdóttir annað mark. Þróttur náði ekki að skora fyrr en á lokamínútum leiksins þegar Sigríður B. Sigurðardóttir setti eitt mark fyrir gestina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024