Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Reynir-Njarðvík í kvöld
Reynismenn fögnuðu sigri í fyrri leik liðanna í Njarðvík.
Fimmtudagur 26. júlí 2012 kl. 10:54

Reynir-Njarðvík í kvöld

Reynsmenn taka á móti grönnum sínum úr Njarðvík í kvöld í 2. deild karla í knattspyrnu. Reynismenn eru í 2. sæti deildarinnar og hafa verið í flottu formi það sem af er sumri. Njarðvíkingar  hafa hinsvegar valdið miklum vonbrigðum. Njarðvíkingar eru í 9. sæti með 13 stig eftir 12 leiki en Sandgerðingar hafa 24 stig.

Bæði þessi lið voru að skora grimmt í fyrra, og þetta árið eru Reynismenn enn við sama heygarðshornið. Ekki er hægt að segja það sama um Njarðvíkinga sem hafa skorað næst fæst mörk liða deildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 á N1-vellinum í Sandgerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024