Reynir mun spila á N1-Vellinum í sumar
N1 hf og Knattspyrnudeild Reynis Sandgerði skrifuðu undir 5 ára samstarfssamning í dag í Reynisheimilinu, en markmið samstarfsins er að stuðningsmenn og félagsmenn Reynis fái N1 kort með þeim kjörum sem því fylgir. Þessu greinir frá á reynir.is
N1 hf greiðir Reyni árlegan styrk fyrir nafnið á vellinum sem nú heitir N1-Völlurinn. Sigurður Jóhannsson varaformaður Reynis sagði í ræðu sinni að þetta væri stærsti samningur sem Knattspyrnudeild Reynis hefur gert frá upphafi.
Frá N1 mættu þeir Ívar Ragnarsson deildarstjóri viðskiptaþjónustu og heildsölu og Guðmundur Valdimarsson Viðskiptastjóri.
Mynd: 245.is / Sigurður Jóhannsson, varaformaður Reynis og Ívar Ragnarsson, deildarstjóri viðskiptaþjónustu og heildsölu N1 við undirritun í dag.