Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynir mætir Gróttu í VISA bikarnum í kvöld
Mánudagur 11. júní 2007 kl. 10:52

Reynir mætir Gróttu í VISA bikarnum í kvöld

Þriðja umferð VISA bikars karla í knattspyrnu hefst í kvöld með fjórum leikjum. Reynir Sandgerði mætir Gróttu á Gróttuvelli í Reykjavík og hefst leikurinn kl. 20:00. Aðrir leikir kvöldsins í VISA bikar karla hefjast einnig kl. 20:00 en þeir eru eftirfarandi:

 

Þór-KA

ÍBV-Afturelding

Hamar-Stjarnan

 

Njarðvíkingar mæta Fjölni á morgun á Fjölnisvelli og Grindavík leikur gegn ÍR á ÍR-velli. Báðir leikirnir á morgun hefjast kl. 20:00. Alls eru 24 lið í þessari þriðju umferð bikarkeppninnar en 12 lið komast áfram og leika í 4. umferðinni og berjast því um sæti í 16-liða úrslitunum en þá koma liðin í Landsbankadeildinni inn í keppnina.

 

Sjá bikarkeppnina

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024