Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynir mætir Gróttu á morgun
Föstudagur 2. september 2005 kl. 17:55

Reynir mætir Gróttu á morgun

Reynir og Grótta mætast á Sandgerðisvelli á morgun. Hefst leikurinn kl. 14.

Reynisliðið sigraði Hvöt frá Blönduósi s.l. þriðjudag. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-1 fyrir Hvatarmenn en í framlengingu náðu Reynismenn að sýna hvað í þeim býr og lokatölur leiksins urðu 3-2, sigur heimamanna. Mörk Reynis gerði Hafsteinn Friðriksson.

Á leiknum s.l. þriðjudag mátti sjá hóp fólks klætt Reynisbúningum uppi í brekku. Þótti þetta mjög skemmtileg sjón og hvetur stjórn knattspyrnudeildar Reynis alla sem eiga gamla Reynisbúninga að mæta í þeim á laugardaginn 3. september, hópast saman í brekkunni og styðja sína menn til sigurs.

Seinni leikurinn fer fram á Gróttuvelli þriðjudaginn 6. september kl:17:30.

Reynir - Grótta, samantekt:

Grótta er að taka þátt í úrslitakeppni neðstu deildar í þriðja skiptið á 10 árum. Grótta lék í sama riðli og Reynir árið 2002 og komust bæði lið í úrslitakeppnina. Grótta var þá slegin út í 8-liða úrslitum af Fjarðarbyggð. Austfirðingarnir unnu fyrri leikinn á Seltjarnarnesi 2-1 en seinni leikurinn fór 2-2. Árið 1995 léku Grótta og Reynir saman í riðli og komust bæði lið í úrslit ásamt því að fara alla leið í úrslitaleik deildarinnar. Í 8-liða úrslitunum lék Grótta fyrst við Létti, gerði 1-1 jafntefli á útivelli, en vann 4-1 á heimavelli. Í undanúrlitunum vann Grótta K.S. 2-1 í báðum leikjum. Úrslitaleikur Reynis og Gróttu fór svo fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og þar unnu Sandgerðingar sannfærandi sigur,4-1.

Reynir og Grótta hafa mæst níu sinnum í Íslandsmóti á síðustu 10 árum. Sjö sinnum hefur Reynir unnið, einu sinni hefur Grótta unnið og einu sinni hefur orðið janftefli. Samanlögð markatala í þessum níu leikjum er 26-14 Reyni í vil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024