Reynir mætir Gróttu
Reynir Sandgerði mætir Gróttu í undanúrslitum 3. deildar karla í knattspyrnu. Leikið er heima og að heiman en fyrri leikur liðanna fer fram laugardaginn 3. september á Sandgerðisvelli. Leikurinn hefst kl. 14:00.
Seinni leikur liðanna fer svo fram þann 6. september, á þriðjudegi, og hefst sá leikur kl. 17:30 á Gróttuvelli. Það lið sem sigrar í undanúrslitunum tryggir sér þátttökurétt í 2. deild á næstu leiktíð ásamt því að leika úrslitaleikinn í 3. deildinni.
Seinni leikur liðanna fer svo fram þann 6. september, á þriðjudegi, og hefst sá leikur kl. 17:30 á Gróttuvelli. Það lið sem sigrar í undanúrslitunum tryggir sér þátttökurétt í 2. deild á næstu leiktíð ásamt því að leika úrslitaleikinn í 3. deildinni.