Reynir lýkur tímabilinu á sigri
Reynir frá Sandgerði lauk keppni í 1. deild karla í körfuknattleik með reisn þegar þeir lögðu Drang í lokaleik deildarinnar, 98-106, um helgina.
Drangur var með frumkvæði í fyrstu og leiddi í hálfleik, 59-50, en Reynismenn voru mun sterkari í seinni hálfleik. Einar Birgir Bjarkason var stigahæstur í leiknum með 20 stig en hann var líka með 5 stolna bolta og hitti úr 6 af 7 3ja stiga skotum sínum.
Hlynur Jónsson kom honum næstur með 17 stig og 9 fráköst.
VF-mynd/Gilsi: Einar Birgir í leik gegn Þór á dögunum
Drangur var með frumkvæði í fyrstu og leiddi í hálfleik, 59-50, en Reynismenn voru mun sterkari í seinni hálfleik. Einar Birgir Bjarkason var stigahæstur í leiknum með 20 stig en hann var líka með 5 stolna bolta og hitti úr 6 af 7 3ja stiga skotum sínum.
Hlynur Jónsson kom honum næstur með 17 stig og 9 fráköst.
VF-mynd/Gilsi: Einar Birgir í leik gegn Þór á dögunum