Reynir í úrslit 3. deildar
Reynir úr Sandgerði tryggði sér sæti í úrslitum 3. deildar karla í knattspyrnu með stórsigri á KFS, 7-2, á laugardag.
Hafsteinn Friðriksson skoraði þrjú mörk fyrir Reyni og þeir Kristján Helgi Jóhannsson, Sveinn Vilhjálmsson, HAfsteinn Helgason og Guðmundur Gísli Gunnarsson gerðu eitt hver.
Þegar einn leikur er eftir af riðlakeppninni eru Reynismenn efstir í riðlinum með 25 stig, en þeir eiga eftir að leika gegn Árborg á útivelli.
Víðismenn hafa einnig tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, en þeir mæta liðinu Núma á heimavelli sínum á föstudag.
Myndina tók Jón Örvar Arason