Reynir í undanúrslit eftir stórsigur
Reynir frá Sandgerði tryggði sér sæti í undanúrslitum 3. deildar kerla með öruggum 4-0 sigri á Magna frá Grenivík í kvöld.
Leikurinn, sem fór fram á Sandgerðisvelli, einkenndist af mikilli baráttu en heimamenn tóku fljótt stjórnina og voru mun betra liðið á vellinum. Staðan var engu að síður 0-0 í hálfleik en það kom til vegna stórleiks Hannesar Rúnars Hannessonar í marki Magna.
Seinni hálfleikur var eign Reynis frá upphafi til enda og var aldrei spurning um það hvort liðið kæmist áfram. Reynir komst yfir með marki Hafsteins Friðrikssonar sem afgreiddi boltann í netið á 48. mín eftir mikinn atgang fyrir framan mark Magna.
Reynismenn áttu fjölmörg góð færi og lágu á varnarvegg Magna sem átti sér ekki viðreisnar von. Segja má að Hjörtur Fjelsted hafi gert út um leikinn á 65. mín þegar hann skoraði sannkallað gullmark utan af vinstri kantinum. Glæsilegt skot/fyrirgjöf hans sveif í boga yfir vörnina og beint í fjærhornið, óverjandi fyrir Hannes.
Guðmundur Gísli Gunnarsson, sem átti stórleik í kvöld, bætti þriðja markinu við eftir að hafa leikið skemmtilega á markmanninn á 80. mínútu. Tveimur mínútum fyrir leikslok negldi Vilhjálmur Skúlason naglann í kistu Magna með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf Guðmundar.
„Ég er mjög sáttur við leik minna manna í kvöld og er ánægður með að sjá spila vel allan leikinn,“ sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Reynis í leikslok og bæti því við að stígandinn væri mjög góður hjá þeim þessa stundina. „Markmaðurinn lokaði alveg á okkur í fyrri hálfleik en í þeim seinni kláruðum við þetta.“
Reynir mætir liði Fjarðabyggða á laugardag og fer sá leikur fram í Sandgerði. „Þeir eru með dúndursterkt lið og sá leikur verður bara stál í stál,“ sagði Gunnar að lokum.
VF-myndir/Þorgils Jónsson
Leikurinn, sem fór fram á Sandgerðisvelli, einkenndist af mikilli baráttu en heimamenn tóku fljótt stjórnina og voru mun betra liðið á vellinum. Staðan var engu að síður 0-0 í hálfleik en það kom til vegna stórleiks Hannesar Rúnars Hannessonar í marki Magna.
Seinni hálfleikur var eign Reynis frá upphafi til enda og var aldrei spurning um það hvort liðið kæmist áfram. Reynir komst yfir með marki Hafsteins Friðrikssonar sem afgreiddi boltann í netið á 48. mín eftir mikinn atgang fyrir framan mark Magna.
Reynismenn áttu fjölmörg góð færi og lágu á varnarvegg Magna sem átti sér ekki viðreisnar von. Segja má að Hjörtur Fjelsted hafi gert út um leikinn á 65. mín þegar hann skoraði sannkallað gullmark utan af vinstri kantinum. Glæsilegt skot/fyrirgjöf hans sveif í boga yfir vörnina og beint í fjærhornið, óverjandi fyrir Hannes.
Guðmundur Gísli Gunnarsson, sem átti stórleik í kvöld, bætti þriðja markinu við eftir að hafa leikið skemmtilega á markmanninn á 80. mínútu. Tveimur mínútum fyrir leikslok negldi Vilhjálmur Skúlason naglann í kistu Magna með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf Guðmundar.
„Ég er mjög sáttur við leik minna manna í kvöld og er ánægður með að sjá spila vel allan leikinn,“ sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Reynis í leikslok og bæti því við að stígandinn væri mjög góður hjá þeim þessa stundina. „Markmaðurinn lokaði alveg á okkur í fyrri hálfleik en í þeim seinni kláruðum við þetta.“
Reynir mætir liði Fjarðabyggða á laugardag og fer sá leikur fram í Sandgerði. „Þeir eru með dúndursterkt lið og sá leikur verður bara stál í stál,“ sagði Gunnar að lokum.
VF-myndir/Þorgils Jónsson