Reynir í undanúrslit eftir háspennuleik
Reynismenn eru komnir í undanúrslit í 2. deildinni í körfubolta eftir sigur á liði Patreks frá Kópavogi í gær í háspennuleik. Reynismenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu á tímabili 18 stiga forystu í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik komu Patreksmenn öflugir til baka og ná að jafna leikinn, 81-81 þegar rúm mínúta er eftir.
Reynismenn höfðu þá verið með yfirhöndina allt frá upphafsmínútunum. Sandgerðingar setja þá tvö vítaskot niður en Patreksmenn svara að bragði þegar 16 sekúndur eru til leiksloka og staðan enn jöfn. Helgi Már Guðbjartsson reyndist síðan hetja Reynismanna er hann setti niður sniðskot þegar 2 sekúndur lifðu af leiknum og tryggði sigurinn, 85-83 lokatölur.
Páll Kristinsson skoraði 19 stig fyrir Reyni og Helgi Már bætti við 15 stigum.
Mynd af heimasíðu Sangerðisbæjar, 245.is.