Reynir heimsækir Stjörnuna í kvöld
Tveir leikir fara fram í 1. deild karla í kvöld og freista Reynismenn þess að hrista af sér 5-1 ósigurinn gegn Þór á dögunum er þeir mæta Stjörnunni á gervigrasinu í Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 20:00 en Stjörnumenn hafa ekki unnið leik til þessa í deildinni.
Reynir hefur 4 stig í 5. sæti deildarinnar en Stjarnan er í 9. sæti með 2 stig eftir tvö jafntefli og einn ósigur. Þá mætast KA og Fjölnir á Akureyri og hefst leikurinn kl. 19:15.