Reynir hafði betur í nágrannaslagnum
Reynir Sandgerði hefur unnið þrjá leiki í röð í 2. deild karla eftir sigur gegn Njarðvík á N1-vellinum í Sandgerði í gær. Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimamenn í Reyni.
Egill Jóhannsson skoraði sigurmark heimamanna úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Með sigrinum er Reynir kominn upp í 8. sæti deildarinnar með 13 stig úr 11 leikjum. Njarðvík er hins vegar í 10. sæti með 11 stig.
„Elleftu stig er uppskerann úr fyrri umferðinni sem er langt undir væntingum okkar, tveimur stigum minna en eftir þá fyrri sl. sumar. Næsti leikur er gegn Aftureldingu heima á fimmtudaginn kemur og menn verða að gíra sig verulega upp fyrir þann leik, það getum við og getan er til staðar til að gera betur,“ segir á heimasíðu UMFN um leikinn.

- 2. deild karla 2013
-
#LiðLSJTMörkStigSeinustu 5
-
1
Afturelding1172223 : 1323

-
2
KV1062225 : 1220

-
3
HK1061325 : 1519

-
4
ÍR1060418 : 1318

-
5
Dalvík/Reynir1052318 : 1617

-
6
Grótta1051411 : 1016

-
7
Sindri1042411 : 1214

-
8
Reynir S.1141610 : 1913

-
9
Ægir1133511 : 1912

-
10
Njarðvík1132614 : 1611

-
11
Hamar102357 : 159

-
12
Höttur100378 : 213









