Reynir gerði jafntefli en Þróttur tapaði
Reynir Sandgerði gerði 2:2 jafntefli við Ægi á Þorlákshöfn á föstudaginn. Þróttur Vogum tapaði 2:1 fyrir Einherja frá Vopnafirði á heimavelli á laugardaginn. Bæði liðin leika í 3. deild karla. Youssef Naciri skoraði fyrra mark Reynismanna 28. mínútu og Daníel Örn Baldvinsson skoraði seinna markið í uppbótartíma. Í hinum leiknum var það Hilmar Þór Hilmarsson sem skoraði mark Þróttara á 78. mínútu. Þróttur er í 4. sæti en Reynir í 8. sæti þriðju deildar.
Mynd úr myndasafni á facebook síðu Þróttar. Hægt er að sjá fleiri myndir hér.