Reynir fékk hálfa milljón í afmælisgjöf
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar afhenti körfuknattleiksdeild Reynis 500.000 krónur á dögunum en tilefnið var 40 ára afmæli deildarinnar á síðasta ári og árangur liðsins fyrr í vor þar sem það tryggði sér þátttökurétt í 1. deild á næsta leiktímabili.
Ákvörðunin um gjöfina var tekin á bæjarstjórnarfundi Suðurnesjabæjar þann 2. júní síðastliðinn en Magnús Stefánsson bæjarstjóri afhenti Sveini Hans Gíslasyni, formanni deildarinnar, bréf því til staðfestingar. Á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildarinnar segir að glaðningurinn eigi eftir að koma sér vel í vetur og bæjarstjórninni þakkað fyrir.