Reynir fær nýjan markmann
Markvörðurinn Hannes Rúnar Hannesson er genginn til liðs við Reynir Sandgerði frá ÍH/HV. Þessi 28 ára gamli markvörður er uppalinn á Akureyri þar sem hann lék með KA.
Árið 2002 lék Hannes sinn fyrsta leik í Símadeild karla með KA en eftir það sumar spilaði hann með Fjarðarbyggð. Hann hefur einnig leikið með Magna og Hömrunum frá Akureyri. Sandgerðingar ættu að þekkja til Hannesar eftir leik Reynis gegn ÍH/HV í fyrra á Sandgerðisvelli þar sem Hannes var valinn maður leiksins eftir að hafa sýnt snilldartakta í markinu. Á lokahófi hjá IH/HV í fyrra var Hannes valinn leikmaður ársins að mati leikmanna og leikmaður ársins að mati þjálfara.
Mynd/www.reynir.is.