Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 26. október 2002 kl. 13:48

Reynir byrjar vel í 1. deild

Reynir burstaði Stjörnuna, 101:53, í 1. deild karla í körfuknattleik í gær í Sandgerði en staðan í hálfleik var 39:23. Leikurinn fór mjög rólega af stað og gerðu bæði lið sig sek um mistök til að byrja með þar sem lítið var skorað. Það tók Reynismenn smá tíma að komast í gang en um leið og það gerðist var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Skúli Sigurðsson lék einna best í liði heimamanna en hann setti niður 21 stigStig Reynis, víti og þristar:
4 Þór Haraldsson. 15 2/3 1
5 Hlynur Jónsson. 5 0/0 1
6 Jóhannes Kristbjörnsson 9 3/4 0
8 Rúnar Á Pálsson. 5 2/4 1
10 Grétar Garðarsson. 6 2/2 0
11 Skúli Sigurðsson. 21 1/2 2
12 Örvar Ásmundsson. 11 2/2 1
13 Magnús Sigurðsson. 5 1/2 0
14 Ásgeir Guðbjartsson. 9 2/2 1
15 Örvar Kristjánsson. 15 5/8 2

Reynir hefur sigrað báða leik sína nokkuð örugglega í deildinni og má búast við því að þeir verði í toppbaráttunni í vetur. Næsti leikur er gegn KFÍ fyrir vestan og verður það án efa hörku leikur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024