Miðvikudagur 6. apríl 2016 kl. 11:22
Reynir aftur í Þrótt
Þróttarar í Vogum hafa endurheimt markahæsta leikmann í sögu félagsins. Sá heitir Reynir Þór Valsson en hann lék með Víðismönnum í fyrra þar sem hann var þó lengstum frá vegna alvarlegra meiðsla. Reynir er þrítugur framherji sem mun vafalaust hjálpa Vogamönnum mikið í baráttunni í 3. deildinni.