Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynir aftur á toppinn eftir sigur á Gróttu
Föstudagur 7. ágúst 2009 kl. 22:42

Reynir aftur á toppinn eftir sigur á Gróttu

Reynismenn frá Sandgerði tylltu sér aftur á topp 2. deildar með glæsilegum sigri á Gróttu, 3-1, á Sparisjóðsvellinum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrri leikinn og einungis markahlutfall skildi að, en nú eru Reynismenn aftur komnir í ekilssætið.


Ólafur Þór Berry kom Reynismönnum yfir rétt fyrir leikhlé, og eftir rúmlega klukkustundar leik bætti Alexander Viðar Þórarinsson við öðru markinu. Skömmu síðar skoraði markahrókurinn Jóhann Magni Jóhannsson svo þriðja markið og gerði nær út um leikinn. Gestirnir klóruðu í bakkann með marki á 77.mín og skömmu síðar var Tomazs Luba rekinn útaf úr liði heimamanna. Þrátt fyrir það náðu Seltirningar ekki að ógna forskotinu frekar og frækinn heimasigur staðreynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Víðismenn sækja Hvöt heim á morgun og ljúka þar með 15. umferð deildarinnar.

Staðan

Mynd/Jón Örvar