Reynir áfram í 2. deild
Reynir frá Sandgerði lenti í 5. sæti úrslitakeppni 2. deildar og komst því ekki upp um deild.Þeir töpuðu fyrstu tveimur sínum gegn UMF Drangi og HK og voru því úr leik í keppni um toppsætin, en þeir tóku sig saman í andlitinu og unnu seinni leiki sína gegn Herði og ÍV með sannfærandi hætti og tryggðu sér þannig 5. sætið.




