Reynir á toppinn
Reynir Sandgerði tyllti sér í gærkvöldi á topp B-riðils 3. deildar þegar liðið sigraði Ými 2-0 í Fífunni.
Mörk Sandgerðinga gerðu þeir Guðmundur Gísli Gunnarsson og Ólafur Ívar Jónsson en þau komu á 88. og 90. mínútu leiksins.
Næsti leikur Reynis er gegn KFS laugardaginn 13. ágúst á Sandgerðisvelli. Sá leikur hefst kl. 14:00 en þar er toppslagur á ferð því KFS er aðeins þremur stigum á eftir Sandgerðingum.
Staðan í deildinni
VF-mynd/ Jón Björn, [email protected]: Frá leik Reynis og Ægis fyrr í sumar.