Reynir 3. deildarmeistarar
 Reynir frá Sandgerði tryggði sér meistaratign 3. deildar karla í knattspyrnu í gær með sannfærandi sigri á Sindra, 4-1, á Grindavíkurvelli.
Reynir frá Sandgerði tryggði sér meistaratign 3. deildar karla í knattspyrnu í gær með sannfærandi sigri á Sindra, 4-1, á Grindavíkurvelli. 
Adolf Sveinsson, Hafsteinn Friðriksson og Helgi Karlsson skoruðu fyrir Reyni en Sindramenn skoruðu einnig eitt sjálfsmark.
Georg Birgisson fyrirliði hampaði bikarnum hróðugur í leikslok og víst er að Reynismenn koma sterkir til leiks í 2. deildinni á næsta ári eftir langa fjarveru.
Mynd/Jón Örvar Arason


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				