Reykjavíkurmaraþon og áheitasöfnun Suðurnesjamanna
Skráning stendur yfir í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram þann 21. ágúst næstkomandi og stefnir í aukna þátttöku. Margir Suðurnesjamenn taka þátt í þessu árlega maraþoni og reikna má með að þeir safni áheitum til styrktar góðum málefnum eins og margir þátttakendur gera. Við á VF viljum styðja okkar fólk við áheitasöfnunina og hvetjum því þátttakendur af Suðurnesjum sem ætla að hlaupa og safna áheitum til að senda okkur mynd af sér með upplýsingum um hvert styrktarfé á að renna og hvaða vegalengd þeir ætla hlaupa. Endilega látið fylgja með slóð viðkomandi á www.hlaupastyrkur.is
Netfangið er [email protected]