Reykjanesrall um helgina
Á morgun hefst þriðja umferðin í Íslandsmótinu í ralli og fer keppnin að þessu sinni fram hér á Reykjanesi. Ekið verður um Stapaleið, Djúpavatn, Ísólfsskála ásamt leiðum við Reykjanesbæ en í bænum verður ekið um Nikkelsvæðið klukkan 19.00 á morgun og svo tvær umferðir um Keflavíkurhöfn klukkan 19.30. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitsemi og hlíða fyrirmælum starfsmanna og umfram allt njóta skemmtunarinnar en að þessu sinni eru 20 keppendur skráðir til leiks og þar af um 10 stykki 300 hestafla fjórhjóladrifin tryllitæki.
Heimamenn verða í eldlínunni um helgina en þeir Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson skipa einn Suðurnesjabílinn og hinn skipa þeir Óskar Sólmundarson og Valtýr Kristjánsson.
Jón Bjarni og Borgar höfnuðu í 3. sæti í 2. umferð og hafa þeir félagar verið að ná tökum á efsta flokki en þetta er fyrsta sumarið sem þeir keppa í flokknum en þeir
Mynd: www.motormynd.net