Reykjanesmótið í körfu: Úrslitin á fimmtudag
Á fimmtudaginn 2.október fara fram í Íþróttahúsi Njarðvíkur úrslitaleikir í Reykjanesmótinu. Njarðvík og Grindavík munu spila um 3. og 4. sætið klukkan 19:00 og Keflavík og Haukar um Reykjanesmeistaratitilinn klukkan 21:00. Haukar hafa unnið alla sína leiki og margir leikjanna í mótinu verið hraðir og skemmtilegir ásamt því að liðin hafa nú flest fengið til landsins erlendu leikmennina sína. Miðaverð er aðeins 500 krónur og gildir miðinn á báða leikina. Eru stuðningsmenn liðanna hvattir til að mæta og hita upp fyrir komandi tímabil.
Myndir úr leik Keflavíkur og Njarðvíkur í gærkvöldi þar sem Keflavík fór með sigur af hólmi. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson