Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reykjanesmótið í körfu: Keflavík og Njarðvík með nýja Kana í kvöld
Fimmtudagur 16. september 2004 kl. 17:10

Reykjanesmótið í körfu: Keflavík og Njarðvík með nýja Kana í kvöld

Þriðja umferð Reykjanesmótsins í körfuknattleik fer fram í Njarðvík í kvöld. Keflvíkingar og Grindvíkingar hefja leik kl 19 og heimamenn taka á móti Haukum kl. 21.

Spennandi verður að sjá hvernig leikar fara í kvöld því þá ræðst hvaða lið leika til úrslita í Hafnarfirði á mánudag. Grindvíkingar standa best að vígi með tvo sigra, en Njarðvík og Keflavík hafa einn hvor. Haukar eru án sigurs.

Nýir menn mæta til leiks í liðum Njarðvíkur og Keflavíkur, en Matt Sayman verður í grænu og Jimmy Miggins verður í liði Keflavíkur.

Þá má geta þess að gamla kempan Gunnar Þorvarðarson verður í liði Njarðvíkinga, en hann þótti á sínum tíma einn sterkasti leikmaður landsins. Það atvikast þannig að á herrakvöldi UMFN í vor keypti SpKef sæti í liði UMFN í Reykjanesmótinu og þeir skoruðu svo á Gunnar að spila þennan leik með félaginu.
Fróðlegt verður að sjá hvernig honum reiðir af, en liðin verða þó án landsliðsmanna sinna sem leika gegn Rúmeníu á sunnudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024