Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 11. september 2003 kl. 09:37

Reykjanesmótið í körfu að hefjast

Nú er komin endanleg niðurröðun á leikjum í Reykjanesmóti og er von á sterku og skemmtilegu móti þar þarna eru samankomin mörg af bestu liðum landsins. Leiknir eru tveir leikir á kvöldi og þegar allir hafa leikið við alla eru það tvö efstu liðin sem að leika til úrslita og þau tvö næstu leika um 3. sætið.Leikið verður á fimm völlum og er niðurröðunin eftirfarandi:
Sunnudag 14. Sept í Njarðvík kl 17:00, Breiðablik-Haukar og kl. 19:00, Njarðvík-Grindavík
Fimmtudag 18.sept. að Ásvöllum kl.19:00, Keflavík-Breiðablik og kl.21:00 Haukar-Grindavík
Þriðjudag 23.sept í Grindavík kl.19:00, Njarðvík-Haukar og kl.21:00 Grindavík-Keflavík
Föstudag 26.sept í Smáranum kl.19:00, Keflavík-Haukar og kl.21:00 Breiðablik-Njarðvík
Sunnudag 28.sept í Keflavík kl.17:00, Breiðablik-Grindavík og kl.19:00 Keflavík-Njarðvík.
Úrslitaviðureignirnar fara svo fram í Njarðvík fimmtudaginn 2.okt kl.17:00, leikur um 3-4 sætið og kl.19:00 er það svo úrslitaleikurinn um Reykjanesmeistaratitilinn.
Mætum öll og hvetjum okkar lið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024