Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reykjanesmótið hefst í dag
Fimmtudagur 6. september 2007 kl. 12:56

Reykjanesmótið hefst í dag

Stærsta Reykjanesmótið í körfuknattleik frá upphafi hefst í dag með fjórum leikjum. Leikið verður í íþróttahúsinu í Vogum og í Sandgerði. Þróttur Vogum dró lið sitt úr keppni og í þeirra stað komu inn Íslandsmeistarar KR.

 

Í Sandgerði kl. 19 mætast Grindavík og Haukar og kl. 20:45 mætast Reynir og Njarðvík. Í Vogum kl. 18:30 mætast Keflavík og Breiðablik og kl. 20:15 mætast KR og Stjarnan.

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024