Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 12. september 2001 kl. 09:19

Reykjanesmótið að hefjast

Reykjanesmótið í körfubolta hefst í dag, fimmtudag. Sex lið taka þátt í mótinu enda eru óvenjumörg lið af Reykjanesi í úrvalsdeild körfuknattleiks í ár.
Mótið fer fram með þeim hætti að fyrst er leikin einföld umferð og síðan leika tvö efstu liðin til úrslita. Leikið er á fimmtudögum og sunnudögum og fer síðasta leikirnir fram fimmtudaginn 4. október. Fyrstu leikir mótsins fara fram í kvöld. Grindavík og Breiðablik mætast í Grindavík, Haukar og Keflavík í Garðabæ og Stjarnan og Njarðvík í Garðabæ. Leikur Hauka og Keflvíkinga hefst kl. 19:00, Grindavík og Breiðablik leika kl. 20:00 en síðasti leikurinn hefst kl. 20:45.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024