Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reykjanesmaraþon í kvöld
Miðvikudagur 4. september 2013 kl. 08:42

Reykjanesmaraþon í kvöld

Reykjanesmaraþon verður haldið í Reykjanesbæ í kvöld og hefst kl. 19:00. Rásmark og endamark er við Lífsstíl Líkamsrækt að Vatnsnesvegi 12 (Hótel Keflavík).

Reykjanes Maraþon er árlegur viðburður sem fram fer í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ, sem er ein stærsta fjölskylduskemmtun landsins. Framkvæmd hlaupsins er í höndum líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Reykjanesbæ. Hlaupið er um götur Reykjanesbæjar. Reykjanes Maraþon er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og hægt að finna vegalengdir við allra hæfi.

Keppt er í eftirtöldum vegalengdum: 3,5 km, 7 km og 10 km. Flögu tímamæling verður notuð í Reykjanes maraþoni í 7 og 10 km

Skráningu á keppnisstað lýkur kl 18.15. Ræsing í allar vegalengdir kl 19:00. Verðlaunaafhending verður um kl. 20:30

Hlaupið er aldursflokkaskipt og eru verðlaun fyrir besta árangur í öllum flokkum í 7 km og 10 km. Einnig eru verðlaun eru fyrir besta árangur í 3,5 km.
Glæsileg útdráttarverðlaun þar sem dregið er úr nöfnum allra þátttakenda m.a. peninga verðlaun!

Umsjón og nánari upplýsingar veitir Vikar Sigurjónsson, sími 899-0501.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024