Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reykjanesbær sigraði á vinabæjamóti
Fimmtudagur 24. júní 2004 kl. 10:20

Reykjanesbær sigraði á vinabæjamóti

Í gær lauk keppni á vinabæjamóti í körfuknattleik í Trollhattan í Svíþjóð með sigri Reykjanesbæjar, bæði í karla og kvennaflokki.
Þar með hefur liðið unnið mótið og kemur heim með Vinabæjabikarinn til varðveislu í eitt ár.

Stelpurnar unnu lið Trollhattan í úrslitaleik um gullið með tveggja stiga mun.
Strákarnir fóru tiltölulega létt með andstæðinga sína og skoruðu mikið af 3ja stiga körfum.

Fyrirkomulagið var að allir spiluðu við alla, þ.e Reykjanesbæjarliðið (skipað 7 strákum og 7 stelpum á aldrinum 14-15 ára frá UMFN og Keflavík) lék gegn jafnöldrum sínum frá Kerava, Kristinansand, Trollhattan og Hjörring.

Í gærkvöldi var verðlaunaafhending og ungmennahátíð þar sem hver þjóð kom með eitthvað menningaratriði og/eða stjórnar leikjum sem allir taka þátt í.

Í dag heldur hópurinn svo heim með viðkomu í Tivoli í Köben. Að sögn fararstjórnar er þetta einn besti hópur sem farið hefur á vegum Reykjanesbæjar á svona vinabæjamót, og hefur verið íþróttafélögum sínum og bænum til mikils sóma, jafnt utan vallar sem innan.

Á fundi starfsmanna íþróttaskrifstofa vinabæjanna var ákveðið að á næsta ári verði keppt í golfi (í Kristiansand) og árið 2006 er keppnisgreinin sund í Reykjanesbæ og þá væntanlega í nýrri 50m innilaug ...

Mynd og texti af vefsvæði Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024