Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 22. ágúst 2002 kl. 10:11

Reykjanesbær með einu auglýsinguna á nýju parketi

Nú er framkvæmdum við lagningu parkets í A-sal íþróttahússins við Sunnubraut lokið og hafa línurnar verið merktar og gólfið lakkað. Æfingar hefjast þó ekki á gólfinu fyrr en eftir tæplega tvær vikur því eftir síðustu lakkumferðina verður það að fá að jafna sig. Samkomulag hefur tekist milli Reykjanesbæjar og körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um að bærinn kaupi einu auglýsinguna á gólfið og er hún staðsett í miðjuhring vallarins.Þar hefur bæjarmerkið verið málað ásamt áletruninni "Reykjanesbær - íþróttabær". Er þetta mikið fagnaðarefni fyrir íþróttafólk í Reykjanesbæ þar sem gólfið hefur verið yfirfullt af hinum ýmsu auglýsingum sem hafa verið miklar slysagildrur en þar hefur ryk safnast saman í auglýsingarnar og gert gólfið þar að leiðandi mjög sleipt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024