Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 23. september 1999 kl. 15:00

REYKJANESBÆJARKARFAN ÁFRAM - ÞRÁTT FYRIR 80-70 TAP Í LONDON

ÍRB tapaði síðari leik sínum gegn London Leopards í fyrrakvöld með 78 stigum gegn 80 í London. Suðurnesjaliðið fer auðveldlega áfram í næstu umferð eftir stórsigur hér heima í fyrri leiknum. Kenya Capers skoraði sigurkörfu Englendingana þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Teitur Örlygsson fékk gott 3ja stiga færi á síðustu þremur sekúndunum en hitti ekki. Nú tekur við 4ra liða riðlakeppni þar sem ÍRB mun leika við þrjú önnur lið heima og heiman í október og nóvember. Komist liðið í tvö efstu sætin fer það í 32 liða úrslit keppninnar sem nefnd er Korac bikarkeppnin en er Evrópukeppni félagsliða. Heimamenn skoruðu tólf fyrstu stigin í London í fyrrakvöld en þá vöknuðu Suðurnesjamennirnir til lífsins og skoruðu 24 stig á móti 12 og jöfnuðu 24:24. Lundúnahlébarðarnir leiddu í leikhlé 47-30. Jafnt var á með liðunum í síðari hálfleik og undir lokin hafði ÍRB yfir. Heimamenn skoruðu hins vegar síðustu körfuna og tryggðu sér sigur 80:78 og sagði glaðbeittur þjálfari þeirra, Billy Mims ánægður að hafa sigrað en fyrri leikurinn hafi gert vonir þeirra um áfrahald að engu. Purnell Perry, leikmaður UMFN skoraði mest fyrir ÍRB eða 25 stig, Teitur var með 12, Guðjón Skúlason 11 og Chianti Roberts 9 stig. Það er því ljóst að samstarfi þessara tveggja erkifjenda, Keflavík og Njarðvík, er hvergi lokið. Liðin munu þurfa að æfa sundur og saman í vetur sem verður án efa skemmtilegur fyrir körfuboltaáhagendur á Suðurnesjum og á Íslandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024