Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Rennblautt jafntefli í Grindavík
    Gunnar Þorsteinsson og Baldur Sigurðsson í línudansi í leik Grindavíkur og Stjörnunnar á Grindavíkurvelli í kvöld. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
  • Rennblautt jafntefli í Grindavík
    Alexander V. Þórarinsson skoraði örugglega úr spyrnunni fyrir Grindavík.
Mánudagur 1. maí 2017 kl. 21:19

Rennblautt jafntefli í Grindavík

Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram í Grindavík í kvöld við rennblautar aðstæður.
 
Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki fyrr en á 30. mínútu að fyrsta markið kom eftir vítaspyrnu sem Grindvíkingar fengu þegar brotið var á Andra Rúnari Bjarnasyni. Alexander V. Þórarinsson skoraði örugglega úr spyrnunni.
 
Baldur Sigurðsson, gamli KR-ingurinn, Keflvíkingurinn og Mývetningurinn, jafnaði svo leikinn fyrir Stjörnuna 11 mínútum síðar. 
 
Magnús Björvinsson skoraði svo stórkostlegt mark á loka mínútu fyrri hálfleiks. Hann bombaði á markið af löngu færi og boltinn strauk þverslánna á leið sinni inn í markið. Magnús fékk góða aðstoð frá veðurguðunum í þessu skoti sem var óverjandi.
 
Síðari hálfleikur einkenndist af því að veðrið lék stóran þátt í leiknum. Það var ekki fyrr en undir lok leiksins að Daníel Laxdal náði að jafna leikinn fyrir Stjörnuna og í kjölfar jöfnunarmarksins reyndu gestirnir allt hvað þeir gátu til að skora sigurmark. Það tókst ekki þrátt fyrir harða sókn og úrslitin í Grindavík því jafntefli, 2:2.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024