Rekstrarþjónusta Gunnars firmameistari GS og Nevada Bob
Firmakeppni GS & Nevada Bob var haldin í Leirunni föstudaginn 23.ágúst sl. Yfir eitthundrað fyrirtæki voru skráð til leiks og tókst mótið mjög vel. Tveir keppendur léku fyrir hvert fyrirtæki í tvímenning þar sem betri boltinn gilti hverju sinni. Rekstrarþjónusta Gunnars stóð uppi sem sigurvegari á mótinu en fyrir fyrirtækið léku Högni Þórðarson og Sighvatur Gunnarsson og hlutu þeir 46 punkta.
Glæsileg verðlaun voru í boði og má þar fyrst telja flugfarseðla til Evrópu með Flugleiðum, digital myndavélar frá Opnum Kerfum og síðan vörur og vöruúttektir frá Nevada Bob. Allir keppendur fengu teiggjafir, samlokur og gos og síðan var boðið uppá súpu og pottrétt að leik loknum.
Úrslit:
1. sæti Rekstrarþjónusta Gunnars, 46 punktar.
2.sæti SBK, 45 punktar.
3.sæti Hönnun hf., 43 punktar.
4.sæti Tríton sf., 43 punktar.
5.sæti Múr&Málningaþjónustan Höfn, 43 punktar.
Glæsileg verðlaun voru í boði og má þar fyrst telja flugfarseðla til Evrópu með Flugleiðum, digital myndavélar frá Opnum Kerfum og síðan vörur og vöruúttektir frá Nevada Bob. Allir keppendur fengu teiggjafir, samlokur og gos og síðan var boðið uppá súpu og pottrétt að leik loknum.
Úrslit:
1. sæti Rekstrarþjónusta Gunnars, 46 punktar.
2.sæti SBK, 45 punktar.
3.sæti Hönnun hf., 43 punktar.
4.sæti Tríton sf., 43 punktar.
5.sæti Múr&Málningaþjónustan Höfn, 43 punktar.