Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Rekinn frá Keflavík - Leikur í NBA í dag
Þriðjudagur 9. október 2012 kl. 17:15

Rekinn frá Keflavík - Leikur í NBA í dag

Körfuknattleiksmaðurinn Isma‘il Mihammad lék með liði Keflavíkur á haustmánuðum árið 2007 og voru miklar..

Körfuknattleiksmaðurinn Isma‘il Mihammad lék með liði Keflavíkur á haustmánuðum árið 2007 og voru miklar væntingar bundnar við kappann. Hann hafði leikið mjög vel með Georgia Tech háskólanum áður en hann samdi við Keflavík og var búist við miklu af leikmanninum. Hann varð fyrir slæmum hnémeiðslum ári áður en hann gekk til liðs við Keflavík. Hann virkaði frekar ryðgaður og sýndi lítið af þeim háloftatöktum sem gerðu hann að goðsögn hjá Georiga Tech háskólanum í Bandaríkjunum í fyrstu leikjunum með Keflavík.

Eftir að kornabarn úr Fjölni (Hörður Axel Vilhjálmsson, síðar einn besti leikmaður Keflavíkur) tróð yfir kappann í leik í Sláturhúsinu í Keflavík fannst  mönnum nóg komið. Isma‘il var látinn taka poka sinna og sendur á vit nýrra ævintýra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á næstu árum ferðaðist kappinn til ýmissa Arabalanda, Ástralíu og Nýja-Sjálands og lék þar körfubolta við góðan orðstír. Toppnum náði kappinn svo nú fyrir nokkrum dögum þegar NBA liðið Atlanta Hawks gerði árs samning við kappann. Ótrúleg upprisa hjá Isma‘il og ekki margir leikmenn sem vinna sér inn samning hjá liði í NBA-deildinni eftir að hafa verið hafnað af íslensku úrvalsdeildarliði.

Hér að neðan má sjá kappann í háloftagír sem gerði hann frægann í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á sínum tíma.