Reisbílar opna go-kart braut í Kringlunni
Resbílar ehf. sem reka go-kart brautina í Reykjanesbæ hafa opnað nýja körtubraut í Kringlunni í Reykjavík. Uppsetning brautarinnar hófst sl. þriðjudag en hún var formlega opnuð í gær. Brautin, sem er um 300 metra löng, er undir þaki á jarðhæðinni og því skiptir engu máli hvernig viðrar.
Á svæðinu verða átta körtur en reiknað er með að fimm körtur keyri um brautina í einu svo ekki verði of þröngt fyrir ökumenn. Brautin sem verður starfrækt næstu þrjá mánuðina til reynslu verður opin alla daga til að byrja með frá kl. 13.00 - 20.00.
Á svæðinu verða átta körtur en reiknað er með að fimm körtur keyri um brautina í einu svo ekki verði of þröngt fyrir ökumenn. Brautin sem verður starfrækt næstu þrjá mánuðina til reynslu verður opin alla daga til að byrja með frá kl. 13.00 - 20.00.