Reiðskóli Mána hefst í dag
Börnin fá allan almennan búnað tengdan útreiðum, ss, reiðhjálma, reiðtygi o.fl. Mikilvægt er að klæðnaður sé í samræmi við veður. Auðveldara er að fara úr hlífðarfötum en að sækja þau langar leiðir. Góð aðstaða er við Mánagrund, bæði innanhúss og utan. Börnunum er kennd almenn umgengni við hestinn, hvernig hægt er að nálgast hann og hvað eigi að varast. Þau læra að treysta hestinum. Þannig verða þau öruggari á baki. Lögð er áhersla á að byggja upp sjálfstraust nemenda. Reiknað er með einum hesti fyrir hvert barn.
Tekin eru fyrir atriði eins og áseta, taumhald, nöfn tengd reiðtygjum og umhirðu reiðtygja. Ýmsir hlutar líkamsbyggingar hestsins eru skoðaðir. Þá er nemendum gerð grein fyrir skilningarvitum hestsins t.d. sjón, heyrn og tilfinningu.
Kennslan er einstaklingsmiðuð, þar sem áhersla er lögð á færni hvers einstaklings. Nemendum er skipt í hópa miðað við kunnáttu og reynslu. Þá miðast kennsla hvers hóps við að sem flestir í hópnum fái góða þjálfun. Markmiðið er að það sé skemmtilegt að læra og allir fái að njóta sín. Þeir sem hafa náð ákveðinni færni fara í leiki, leysa þrautir. Lengra komnir nemendur fá viðbótarnámsefni.
Tímabil
Kennt er annað hvort fyrir hádegi eða eftir hádegi. þ.e. kl 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 (ekki er mögulegt að breyta, nema undir sérstökum kringumstæðum). ATH. Bóka þarf í tíma. Nemendafjöldi í hverju námskeiði er takmarkaður (miðast við fjölda hesta). Sum námskeið fyllast fyrr en önnur.
Námskeið
Bæði eins og tveggja vikna námskeið eru í boði.
6. júni til 16. júni. 2. vikur* f.h./e.h. 8. dagar.
Frí er mán. 13. og föstud. 17. júní. Verð 20.000 kr.
20. júni til 30. juni. 2. vikur* f.h./e.h. 9.dagar. Verð 22.500 kr.
4. júlí til 15. júlí. 2. vikur* f.h./e.h. 10.dagar. Verð 25.000 kr.
18. júlí til 29. júlí. 2. vikur* f.h./e.h. 10.dagar. Verð 25.000 kr.
2.ágúst til 6.ágúst. 1. vikur* f.h./e.h. 5.dagar. Kennt laug. 6. ágúst. Verð 13.000 kr.
Þó upp séu sett tveggja vikna námskeið er möguleiki að kaupa eina viku ef það hentar betur. Verð á vikunámskeið 13.000 kr. 2 vikur 25.000 kr. Systkinaafsláttur er veittur 10%.
Ákveðinn sveigjanleiki er fyrir hendi. Áskilinn réttur til breytinga miðað við þátttöku og aðrar aðstæður.
*Til greina kemur að hafa 2ja vikna námskeið fh. og tvö vikunámskeið eh. Fer eftir þátttöku.
Nánari upplýsingar
Skráning- og upplýsingar gefur Sigurlaug Anna í síma 891 8757.