Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Regína og Jón sigurðu í VÍS mótinu
Föstudagur 30. mars 2007 kl. 16:04

Regína og Jón sigurðu í VÍS mótinu

VÍS púttmótið fór fram í gær á vegum Púttklúbbs Suðurnesja í H.F. við Hafnargötu í Reykjanesbæ en þar hefur PS fengið nýja aðstöðu og er starfsemi klúbbsins í fullum gangi eins og endranær.

 

Þau Regína Guðmundsdóttir og Jón B. Hannesson voru sigursæl í mótinu en Regína lék á 67 höggum og Jón á 61 höggi.

 

Úrslit í mótinu urðu þessi:

 

Kvennaflokkur

  1. Regína Guðmundsdóttir – 67 högg
  2. Sesselja Þórðardóttir – 68 högg
  3. Áslaug Ólafsdóttir – 69 högg

 

Karlaflokkur

  1. Jón B. Hannesson – 61 högg
  2. Hákon Þorvaldsson – 65 högg
  3. Einar Guðmundsson – 65 högg

 

Hákon lagði Einar Guðmundsson í bráðabana um 2. sætið í mótinu. Flest bingó, eða holur í höggi, fékk Áslaugs Ólafsdóttir í kvennaflokki með 10 bingó en Bjarni Sigmundsson var með 11 bingó í karlaflokki.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024