Regína og Andrés sigruðu á púttmóti
Í fyrradag fór fram hjá Púttklúbbi Suðurnesja 10. mai mótið, en þar er keppt um bikar sem gefinn var af hjónunum Guðríði og Jóhanni og keppt fyrst um hann 1992. Nú hefur Sparisjóðurinn tekið að sér að styrkja þetta mót. Alls mættu 33 eldri borgarar til leiks og urðu sigurvegarar sem hér segir:
KONUR:
1. Sæti Regína Guðmundsdóttir á 70 höggum
2. Sæti Sesselja Þórðardóttir á 72 höggum
3. Sæti Lórý Erlingsdóttir á 73 höggum
Lórý sigraði þær Ásu Lúðvíksdóttur, Hrefnu Ólafsdóttur og Maríu Einarsdóttur í bráðabana. Þær voru allar á 73 höggum.
KARLAR:
1. Sæti Andrés Þorsteinsson á 64 höggum
2. Sæti Valtýr Sæmundsson á 64 höggum
3. Sæti Jóhann Alexandersson á 66 höggum
Andrés sigraði Valtý í bráðabana og Jóhann sigraði Heiðar Viggóson, sem var einnig á 64 höggum, í bráðabana.
Næsta mót er 18. maí, svokölluð Bændaglíma, sem er síðasta innimót tímabilsins.
Púttarar kunna SpKef góðar þakkir fyrir stuðninginn.