Refsing við hæfi?
Hvað gerir landsliðsþjálfarinn þegar lærisveinar hans tapa 4-0 fyrir Lettum í knattspyrnuleik? Hann fer rakleiðis úr flugi með strákana á æfingu í rokinu og rigningunni í Grindavík. Refsing við hæfi?
Betri úrslit í Lettlandi hefðu eflaust gert strákunum það kleift að æfa á Laugardalsvelli en 4-0 ósigur hefur verið þjálfaranum um megn. Eyjólfur hefur líkast til viljað komast með liðið sem fyrst á æfingu því sé tekið mið af úrslitum síðasta leiks er ekki vanþörf þar á.
Íslenska landsliðið mætir Svíum á miðvikudag kl. 18:05 í undankeppninni fyrir EM 2008 en Svíar eru efstir í riðlinum með fullt hús stiga.
VF-myndir/ Þorsteinn Gunnar Kristjánsson - Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári er brúnaþungur hér á efri myndinni en Hermann Hreiðarsson er öllu sprækari á neðri myndinni.