Rebekka í úrvalsliði í háskólaboltanum
Keflvíkingurinn Rebekka Gísladóttir lék heldur betur vel með liði sínu í bandaríska háskólafótboltanum í ár. Rebekka sem er á síðasta ári við Embry Riddle skólann í Daytona Florida, var valin í All-American liðið 2013, sem er viðurkenning fyrir góðan árangur í háskólafótboltanum í Bandaríkjunum.
Valin eru lið 1-3 og var Rebekka valin í All-American lið númer tvö af National Association of Intercollegiate Athletics - og valin í lið númer eitt af þjálfurum deildarinnar. Rebekka hefur sýnt ótrúlegan árangur, en hún fór í brjósklosaðgerð í baki sumarið 2012 en kom tvíelfd tilbaka. Rebekka hefur verið einn af tveimur fyrirliðum skólans þetta fótboltaár en hún leikur sem varnarmaður hjá liðinu.