Ray mun líklega leika í Filippseyjum
Grindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson hefur undanfarið æft með liði Global FC í Filippseyjum og eru allar líkur eru á að hann geri sex mánaða samning við félagið á næstu dögum. Global hefur orðið meistari í Filippseyjum undanfarin tvö ár en liðið mun þar af leiðandi taka þátt í AFC Cup eða Asíukeppni félagsliða í sumar.
„Eigandi klúbbsins hafði samband um hvort ég væri til að koma hingað og prófa í nokkra mánuði fyrst ég væri orðinn samningslaus. Ég var reyndar búinn að lofa honum að prófa spila hérna úti einhvertímann fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði Ray í samtali við Fótbolta.net.
Ray sem er 35 ára hefur spilað með landsliði Filippseyja frá árinu 2010, en móðir hans er þaðan. Ray á 31 landsleik að baki en hann hefur ekkert getað spilað með landsliðinu í eitt ár vegna meiðsla. Ray útilokar ekki endurkomu í landsliðið. Undanfarin tvö ár hefur Ray leikið með Keflvíkingum en áður lék hann með Grindvíkingum.