Ramsey skoraði í sínum fyrsta leik með Reyni
Sannfærandi 4-0 sigur og 2. sætið Sandgerðinga í bili
Reynir Sandgerði vann í gærkvöldi öruggan 4-0 sigur á liði Berserkja á K&G vellinum í Sandgerði í 3. deild karla í knattspyrnu.
Birkir Freyr Sigurðsson kom Reynismönnum yfir á 37. mínútu og það var svo Scott Ramsey sem að jók muninn á 46. mínútu, en Ramsey gekk til liðs við Reynir fyrr í vikunni.
Þorsteinn Þorsteinsson gerði svo úti um leikinn með tveimur mörkum á 54. og 70. mínútu og þar við sat með öruggum og mikilvægum sigri Reynismanna sem hafa blandað sér í toppbaráttuna í deildinni og munu verma 2. sætið.