Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ramsey aftur til UMFG
Mánudagur 6. nóvember 2006 kl. 01:41

Ramsey aftur til UMFG

Skotinn Scott Ramsey hefur gengið til liðs við knattspyrnulið Grindavíkur á ný eftir nokkurra ára hlé en hann skrifaði undir samning þess efnis á laugardag. Auk hans gengu tveir  leikmenn frá samningum við liðið en það eru þeir Orri Freyr Hjaltalín og Eyþór Atli Einarsson sem framlengja samninga sína.

Þannig er ljóst að Grindvíkingar halda eftir obbanum af leikmönnum sínum þrátt fyrir fall í 1.deild, en meðal þeirra sem horfið hafa á braut eru þeir Óskar Örn Hauksson, Jóhann Þórhallsson og David Hannah, en fyrirliðinn Óðinn Árnason hefur aukinheldur gefið í skyn að hann vilji reyna fyrir sér á öðrum miðum.

Mynd/UMFG.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024