Föstudagur 1. júlí 2005 kl. 17:21
Ramsey aftur til UMFG
Scott Ramsey, knattspyrnumaður sem hefur leikið með Keflavík undanfarin misseri, hefur skipt yfir í sitt gamla félag Grindavík og æfir nú með þeim.
Á vefmiðlinum fotbolti.net segir að ekki sé ljóst hvort Ramsey kæmi til með að leika með liðinu á næstunni en eins og flestir vita bíður hann nú dóms.