Ramsey á leið frá Grindavík
Skoski knattspyrnumaðurinn Scott Ramsay, sem leikið hefur með Grindvíkingum undanfarin fimm ár, hefur ákveðið að hætta að leika með Suðurnesjaliðinu. Ramsay átti eitt ár eftir af samningi sínum við Grindvíkinga en í Morgunblaðinu í dag sagðist hann vera búinn að ná samkomulagi við forráðamenn Grindvíkinga um að leysa hann undan samningi.
Ramsay hefur mikinn áhuga á að leika áfram á Íslandi en hann hefur leikið hér á landi undanfarin sjö ár - fyrst með Reyni Sandgerði í tvö ár og síðan með Grindvíkingum.
Ramsay, sem er 27 ára gamall miðju- og sóknarmaður, kom við sögu í 15 leikjum Grindvíkinga í úrvalsdeildinni í sumar og hefur alls leikið 81 leik með liðinu í efstu deild og skorað 8 mörk.
Ramsay hefur mikinn áhuga á að leika áfram á Íslandi en hann hefur leikið hér á landi undanfarin sjö ár - fyrst með Reyni Sandgerði í tvö ár og síðan með Grindvíkingum.
Ramsay, sem er 27 ára gamall miðju- og sóknarmaður, kom við sögu í 15 leikjum Grindvíkinga í úrvalsdeildinni í sumar og hefur alls leikið 81 leik með liðinu í efstu deild og skorað 8 mörk.